Braut gegn 14 ára stúlku

Fangaklefi á Litla Hrauni.
Fangaklefi á Litla Hrauni. mbl.is/Brynjar Gauti

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 28 ára karlmann, Ingvar Dór Birgisson, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot. Maðurinn braut gegn 14 ára stúlku á heimili sínu í miðborg Reykjavíkur. Honum var einnig gert að greiða stúlkunni 900 þúsund krónur í miskabætur.

Maðurinn braut gegn stúlkunni tvívegis á tímabilinu mars til apríl 2010 á heimili hans í Bankastræti. Þangað fékk hann stúlkuna til að koma og hitta hann. Samkvæmt ákæruskjali áreitti maðurinn hana bæði kynferðislega og hafði svo við hana samræði og lét ekki af háttsemi sinni þrátt fyrir mótbárur hennar.

Málið tafðist nokkuð vegna þess að maðurinn hélt af landi brott og fór til Cayman eyja. Gefa þurfti út handtökuskipun á hendur honum og var um tíma íhugað að senda framsalsbeiðni til Cayman eyja.

Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn eigi sér engar málsbætur. Hann hafi brotið gegn mjög ungri stúlku á viðkvæmu þroskaskeiði hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert