Greiðsluþrot fyrir norðan

Eyþing þarf að greiða verktökum sem sjá um keyrslu á …
Eyþing þarf að greiða verktökum sem sjá um keyrslu á svæðinu 4 milljónir á þriðjudag en peningurinn er ekki til. mbl.is/Skapti

Áætlunarferðir Strætó á Norður- og Norðausturlandi eru í uppnámi og greiðsluþrot blasir við Eyþingi, Sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði, og Þingeyjarsýslum.

„Við þurfum að greiða verktakanum sem sér um keyrsluna á svæðinu 4 milljónir króna á þriðjudaginn og þeir peningar eru ekki til. Það blasir því við okkur greiðsluþrot,“ segir Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Eyþings, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fundað verður með innanríkisráðherra um málið á miðvikudaginn og þingmönnum kjördæmisins á þriðjudag. „Ég vona að það finnist lausn á þessu máli sem fyrst því það liggur fyrir að ef verktakinn fær ekki greiðsluna sína á þriðjudaginn þá hættir hann allri keyrslu strax á miðvikudag.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert