Skorið niður til kvikmynda

Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir í hlutverki Heru karlsdóttur í myndinni Málmhaus.
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir í hlutverki Heru karlsdóttur í myndinni Málmhaus. mbl.is

Til skoðunar er að skera útgjöld ríkisins til Kvikmyndasjóðs á næsta ári niður um 40% þannig að þau fari úr um milljarði í 600 milljónir króna.

Morgunblaðið hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum en á fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var gert ráð fyrir 488 milljóna viðbótarframlagi til sjóðsins 2014. Gilti áætlunin fyrir árin 2013-2015.

Eigi ekki fyrir útgjöldunum

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Hann segir fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar í endurskoðun.

„Ég efast ekki um að ríkisstjórnin fari yfir þessi útgjöld eins og önnur með gagnrýnum hætti. Fjárfestingaáætlunin bar þess merki að það var skammt til kosninga og því miður eigum við ekki fyrir þessum útgjöldum, heldur eru þau tekin að láni með ærnum tilkostnaði. Það þarf ekki aðeins að líta til fjárfestinga heldur líka rekstrarkostnaðar,“ segir Guðlaugur Þór sem gagnrýnir m.a. áform um að ríkið leggi til samtals um 3,6 milljarða króna vegna náttúruminjasafns í Perlunni á næstu 15 árum.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á sæti í hagræðingarhópnum. „Ég get staðfest að við erum að skoða fjárfestingaáætlunina. Við erum að skoða alla póstana. Þetta er jafnframt til skoðunar í fjármálaráðuneytinu. Það liggur allt undir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert