Tveir til þrír í hverjum mánuði

Tveir til þrír einstaklingar svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi að meðaltali. Karlar eru mun líklegri en konur til að svipta sig lífi, en konur gera mun fleiri sjálfsvígstilraunir. Tíðni sjálfsvíga á Íslandi er um 12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa. Talan sveiflast mikið milli ára og er því miðað við nokkurra ára meðaltal.

Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna fer fram á morgun og verða haldnar kyrrðarstundir í Dómkirkjunni í Reykjavík og Glerárkirkju á Akureyri kl. 20 annað kvöld til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. 

Á vefsvæði Landlæknis segir að það hafi lengi valdið áhyggjum hve sjálfsvíg karla undir 25 ára aldri séu mörg, ekki bara á Íslandi heldur víða um heim. „Orsakir eru óljósar og eflaust margþættar, en ekki er ólíklegt að örar félagslegar breytingar, jafnvel breytingar á samfélagslegri stöðu karlmanna kunni að valda einhverju þar um.“

Frétt mbl.is: Sjálfsvíg taka árlega stóran toll

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert