Fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju endurskoðuð

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ráðherra hefur í hyggju að kalla saman starfshóp með þátttöku þjóðkirkjunnar sem fái það verkefni að leggja drög að heildarendurskoðun á fjárhagslegum samskiptum ríkisins og þjóðkirkjunnar í því skyni að einfalda þau, auka sveigjanleika og þar með möguleika þjóðkirkjunnar til að ráðstafa tekjustofnum sínum á þann hátt sem best þykir henta starfsemi hennar. Þá þykir ráðherra brýnt að góð sátt ríki um greiðslu sóknargjalda.“

Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við skriflegri fyrirspurn frá Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, þar sem spurt var að því hvort ráðherrann hefði í hyggju að stuðla að því að sóknargjöldum væri skilað óskipum til safnaða landsins sem ekki hefði verið raunin til að mynda á síðasta ári.

Einnig kemur fram í svari innanríkisráðherra að sóknargjöld á yfirstandandi ári séu 728 krónur á mánuði fyrir hvern greiðanda en hafi verið 719,71 króna árið 2006. Hækkunin sé 11,5% en á sama tímabili hafi vísitala neysluverðs hækkað um 61,5%. Þá segir ráðherrann aðspurður hvort til standi að hækka sóknargjöld á hvern einstakling í yfirstandandi fjárlagagerð ekki hægt að svara því á þessu stigi.

Svar innanríkisráðherra í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert