Mörg stór verkefni stjórnvalda

„Ríkisstjórnin mun við upphaf nýs þings leggja fram fjölmörg frumvörp til að ná þeim markmiðum sem hún hefur sett sér. Mörg þessara frumvarpa verða umdeild. Sum vegna þess að með þeim er horfið frá stefnu síðustu ríkisstjórnar, sum vegna þess að einhverjir munu telja sig þurfa að leggjast gegn sem flestu af því sem frá ríkisstjórninni kemur.“

Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í munnlegri skýrslu á Alþingi í dag um störf ríkisstjórnar sinnar. Sagðist hann ennfremur vona að umræðan í þinginu í vetur bæri svip uppbyggilegrar rökræðu og að vonandi yrði í sameiningu hægt að gera næsta þing að miklu framfaraþingi. Í ræðu sinni fór ráðherrann yfir helstu verkefni sem unnið væri að á vegum stjórnarinnar en framhaldsfundur frá síðasta þingi hófst á Alþingi í dag og mun standa til 18. september næstkomandi. Skýrsla forsætisráðherra og umræður um hana er eina mál þingfundar í dag.

„Mörg af verkefnum stjórnvalda eru stór og munu verða viðfangsefni næstu mánaða og ára. Sum þeirra eru þess eðlis að þau munu jafnvel endast út kjörtímabilið og halda áfram á því næsta. Vinna við flest þessara verkefna hófst þegar á fyrstu vikum nýrrar ríkisstjórnar. Rétt er að geta þess að í sumum tilvikum hefur verið haldið áfram með vinnu sem hófst í ráðuneytunum í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ sagði Sigmundur.

„Frá þessu verkefni má ekki hvika“

Forsætisráðherra fór meðal annars yfir þann farveg sem skuldamál heimilanna hefðu verið sett í eftir kosningar og skipan sérfræðingahópa í þeim efnum. „Það er ljóst að vinnan sem tengist skuldavanda heimilanna er eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar og mun þegar hún er til lykta leidd verða til þess að íslensk heimili ná aftur hluta af þeim eignum sem töpuðust í verðbólguskoti áranna 2007-2010.“

Sigmundur sagði það vera samfélaginu í heild til framdráttar að koma til móts við þessi heimili. „Í undirbúningi eru róttækustu aðgerðir stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila. Rekstrarumhverfi fyrirtækja mun taka stakkaskiptum með breyttu og skilvirkara regluverki og jákvæðum hvötum sem ýta undir fjölgun starfa, auka verðmætasköpun og bæta kjör. Skattkerfið allt er til endurskoðunar til að tryggja hámarksávinning samfélagsins.“

„Þar má ekki horfa aðeins í kostnaðinn sem aðgerðirnar hafa í för með sér, því að kostnaður samfélagsins verður enn meiri til framtíðar ef ekkert verður gert. Frá þessu verkefni má ekki hvika,“ sagði forsætisráðherra ennfremur.

Tilnefningar ekki borist frá öllum flokkum

Þá nefndi Sigmundur meðal annars endurskoðun stjórnarskrárinnar sem hlyti að teljast eitt af mikilvægustu verkefnum löggjafans. „Ég treysti því að Alþingismenn úr öllum flokkum taki það verkefni alvarlega og vinni af heilindum að því að ná samstöðu um ágreiningsmál sem upp kunna að koma á þeirri leið.“

„Ég hef óskað eftir tilnefningum frá öllum stjórnmálaflokkum í 9 manna nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem skal vinna á þessu kjörtímabili, og bind ég miklar vonir við þá vinnu en hún byggist á samkomulagi þingflokka frá því í sumar. Ekki hafa enn borist tilnefningar frá öllum stjórnmálaflokkum en ég vona að þær berist sem fyrst þannig að unnt verði að hefja þetta mikilvæga starf.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kristleifur Guðbjörnsson

05:30 Kristleifur Guðbjörnsson, lögreglumaður og bólstrari, lést miðvikudaginn 6. desember síðastliðinn, 79 ára að aldri. Kristleifur var meðal fremstu frjálsíþróttamanna Íslands á sjöunda áratugnum. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Frystiskipið Berlín í kjölfar Cuxhaven

05:30 Berlín NC 105, nýr frystitogari Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, hélt á veiðar í Barentshafi fyrir helgi. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Raðhúsahverfi rís í Reykjanesbæ

05:30 Bygging fyrstu 20 raðhúsanna af alls 50 sem verktakafyrirtækið Stöngull ehf. hyggst reisa við Lerkidal í Reykjanesbæ stendur nú yfir. Meira »

Átta fjölskyldur fengu styrk

Í gær, 21:40 „Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, sem stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Meira »

Reyndi að nauðga læknanema

Í gær, 21:22 354 konur í læknastétt skora á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Gerendurnir eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, samkvæmt reynslusögum sem konurnar hafa deilt í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Meira »

Fjarstæðukenndir framburðir í farsamáli

Í gær, 20:34 Ákæruvaldið fer fram á 12 til 18 mánaða fangelsisvist í máli fjögurra einstaklinga sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti, en aðalmeðferð í málinu lauk í héraðsdómi í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, en krafist vægari refsingar yfir konunni, þrátt fyrir að hennar þáttur sé talinn mikill. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

Í gær, 19:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

Kleip mig í bæði brjóstin

Í gær, 18:52 Tæplega 600 íslenskar flug­freyjur hafa skrifað undir áskorun þar sem þær hafna kyn­ferð­is­legri áreitni og mis­munun og skora á karl­kyns sam­verka­menn sína að taka ábyrgð. Með áskorun sinni deila flugfreyjurnar 28 nafnlausum sögum af áreitni og mismunun sem þær hafa sætt í starfi. Meira »

45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

Í gær, 19:48 Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríjúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur. Meira »

„Var mikil froststilla, sem betur fer“

Í gær, 19:29 „Þarna voru náttúrulega varahlutir fyrir skipin og aðstaða til að taka inn dælur og mótora sem fara þarf yfir og endurnýja. Þetta var því okkar verkstæði og lager,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar. Meira »

Hrútar eru fagur fénaður

Í gær, 18:30 Jón Gunnarsson, bóndi í Árholti á Tjörnesi, á marga hrúta og hefur stundað ræktunarstarf um langt árabil. Það var því mikill handagangur í öskjunni þegar hann og systursonur hans, Gunnar Sigurður Jósteinsson, tóku til við að rýja stóru hrútana eins og þeir eru stundum kallaðir í daglegu tali. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Dekk til sölu
2. stk Heilsársdekk 195-65-15 2.stk Nagladekk 175-65-14 Upplýsingar í síma:...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....