Mörg stór verkefni stjórnvalda

„Ríkisstjórnin mun við upphaf nýs þings leggja fram fjölmörg frumvörp til að ná þeim markmiðum sem hún hefur sett sér. Mörg þessara frumvarpa verða umdeild. Sum vegna þess að með þeim er horfið frá stefnu síðustu ríkisstjórnar, sum vegna þess að einhverjir munu telja sig þurfa að leggjast gegn sem flestu af því sem frá ríkisstjórninni kemur.“

Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í munnlegri skýrslu á Alþingi í dag um störf ríkisstjórnar sinnar. Sagðist hann ennfremur vona að umræðan í þinginu í vetur bæri svip uppbyggilegrar rökræðu og að vonandi yrði í sameiningu hægt að gera næsta þing að miklu framfaraþingi. Í ræðu sinni fór ráðherrann yfir helstu verkefni sem unnið væri að á vegum stjórnarinnar en framhaldsfundur frá síðasta þingi hófst á Alþingi í dag og mun standa til 18. september næstkomandi. Skýrsla forsætisráðherra og umræður um hana er eina mál þingfundar í dag.

„Mörg af verkefnum stjórnvalda eru stór og munu verða viðfangsefni næstu mánaða og ára. Sum þeirra eru þess eðlis að þau munu jafnvel endast út kjörtímabilið og halda áfram á því næsta. Vinna við flest þessara verkefna hófst þegar á fyrstu vikum nýrrar ríkisstjórnar. Rétt er að geta þess að í sumum tilvikum hefur verið haldið áfram með vinnu sem hófst í ráðuneytunum í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ sagði Sigmundur.

„Frá þessu verkefni má ekki hvika“

Forsætisráðherra fór meðal annars yfir þann farveg sem skuldamál heimilanna hefðu verið sett í eftir kosningar og skipan sérfræðingahópa í þeim efnum. „Það er ljóst að vinnan sem tengist skuldavanda heimilanna er eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar og mun þegar hún er til lykta leidd verða til þess að íslensk heimili ná aftur hluta af þeim eignum sem töpuðust í verðbólguskoti áranna 2007-2010.“

Sigmundur sagði það vera samfélaginu í heild til framdráttar að koma til móts við þessi heimili. „Í undirbúningi eru róttækustu aðgerðir stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila. Rekstrarumhverfi fyrirtækja mun taka stakkaskiptum með breyttu og skilvirkara regluverki og jákvæðum hvötum sem ýta undir fjölgun starfa, auka verðmætasköpun og bæta kjör. Skattkerfið allt er til endurskoðunar til að tryggja hámarksávinning samfélagsins.“

„Þar má ekki horfa aðeins í kostnaðinn sem aðgerðirnar hafa í för með sér, því að kostnaður samfélagsins verður enn meiri til framtíðar ef ekkert verður gert. Frá þessu verkefni má ekki hvika,“ sagði forsætisráðherra ennfremur.

Tilnefningar ekki borist frá öllum flokkum

Þá nefndi Sigmundur meðal annars endurskoðun stjórnarskrárinnar sem hlyti að teljast eitt af mikilvægustu verkefnum löggjafans. „Ég treysti því að Alþingismenn úr öllum flokkum taki það verkefni alvarlega og vinni af heilindum að því að ná samstöðu um ágreiningsmál sem upp kunna að koma á þeirri leið.“

„Ég hef óskað eftir tilnefningum frá öllum stjórnmálaflokkum í 9 manna nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem skal vinna á þessu kjörtímabili, og bind ég miklar vonir við þá vinnu en hún byggist á samkomulagi þingflokka frá því í sumar. Ekki hafa enn borist tilnefningar frá öllum stjórnmálaflokkum en ég vona að þær berist sem fyrst þannig að unnt verði að hefja þetta mikilvæga starf.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Halldór gefur ekki kost á sér

18:35 Halldór Halldórsson hyggst ekki gefa kost á sér sem oddviti sjálfstæðismanna Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Segist hann hafa metið stöðuna í sumarfríinu og tekið ákvörðun fyrir tíu dögum. Meira »

Bagalegt að biðlistar séu langir

18:26 Það er mjög bagalegt að langir biðlistar eftir afplánun í fangelsum landsins leiði til þess að dómar fyrnist. Þeir dómar sem fyrnast eru þó jafnan dómar fyrir smávægilegustu brotin enda er allt kapp og áhersla lögð á að þeir afpláni sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin segir dómsmálaráðherra. Meira »

Jeppi út af blautum malarvegi

17:51 Jeppabifreið valt við Þórisvatn á Héraði á fjórða tímanum í dag en sjö voru um borð í honum, fimm fullorðnir og tvö börn.  Meira »

Reykjavík í 37. sæti

17:34 Reykjavík er í 37. sæti yfir lífvænlegustu borgir heims ef marka má úttekt tímaritsins Economist. Hefur borgin stokkið upp um 15 sæti frá því árið 2015 er borgin sat í 52. sæti. Meira »

Allt að 97% verðhækkun

17:32 Verð á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla hefur hækkað milli ára þar sem mest hækkun var heil 97%. Penninn-Eymundsson, Mál og Menning og A4 hafa hækkað verð á flestum nýjum námsbókum sem voru í könnunum ASÍ í fyrra á meðan allar verð Bókabúðarinnar Iðnú hafa lækkað. Meira »

Stúlkurnar „sviptar sínum rétti“

17:21 „Það er augljóst að fólk sættir sig ekki við svona ákvarðanir,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, en í dag voru undirskriftir tæplega 15 þúsund Íslendinga afhentar fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, þar sem þess var krafist að mál afganskra feðgina og nígerískrar fjölskyldu verði endurskoðuð. Meira »

57 milljónir fyrir 26 daga leigu

16:19 Vegagerðin greiddi Sæferðum rúmar 57 milljónir fyrir 26 daga leigu á ferjunni Baldri þegar hún leysti Herjólf af í vor vegna viðhalds. Meira »

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins

16:50 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Þrír sitja í stjórninni, sem er skipuð til tveggja ára. Meira »

Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu

16:16 Fullyrðingar í umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um að fóstrum með Downs-heilkenni sé eytt í næstum 100 prósent tilfella hér á landi, eru í raun ekki réttar. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans Meira »

Reykjarmökkur barst frá Helguvík

15:50 Talsverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík fyrr í dag. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að umræddur reykur sé í raun ryk og að hann sé skaðlaus. Meira »

Einfalda skráningu íslensks ríkisborgararéttar

15:49 Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út drög að breytingum á lögum um íslenskan ríkisborgararétt og barnalögum. Ætlun frumvarpsins er að draga úr ríkisfangsleysi með því að einfalda möguleika á skráningu íslensks ríkisborgararétts til barna sem fæðast hér á landi og ungs fólks sem búið hefur hér á landi. Meira »

Hótaði að skjóta fólk vegna vatnsleka

15:34 Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglulið handtók í dag mann í Hafnarfirði sem hafði hótað að skjóta fólk í skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu við Hafnarfjarðarhöfn Meira »

Umferðartafir á Kringlumýrarbraut

15:34 Umferðarslys varð fyrir stuttu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. veginum hefur ekki verið lokað en einhverjar tafir eru á umferð þar í suðurátt. Meira »

„Mun koma í bakið á okkur öllum“

13:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði í gær með Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra Noregs. Þetta upplýsir hún í samtali við mbl.is. Meira »

Tímasetningin ekki sú besta

13:30 Upplýsingafulltrú Reykjavíkurborgar kveðst skilja að framkvæmdir við Grensásveg valdi vegfarendum óþægindum og að tímasetning framkvæmdanna sé ekki sú besta. Meira »

Bandarísk herþota á miðjum vegi

14:29 Vegfarendur á Ásbrú ráku upp stór augu í dag þegar þeir sáu bandaríska herþotu á miðjum vegi í eftirdragi á eftir hvítum ISAVIA-pallbíl. Um er að ræða herþotu af gerðinni Phanton-F4 sem notaðar voru af Bandaríkjaher á árum áður. Meira »

Stýrir áætlun vegna húsnæðissáttmála

13:48 Velferðarráðuneytið hefur fengið Guðrúnu Ingvarsdóttur til að stýra innleiðingu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í húsnæðismálum samkvæmt sérstökum húsnæðissáttmála sem kynntur var nýlega. Meira »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...