Tekjuhalli spítalans mikill

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Lára Halla

Á fyrstu sex mánuðum ársins voru gjöld Landspítalans umfram tekjur 747 milljónir króna. Kemur það fram í árshlutareikningi spítalans fyrir janúar til júní 2013. Yfir sama tímabil í fyrra var tekjuhallinn 84 milljónir.

Ástæðurnar fyrir þessum mikla tekjuhalla á árinu eru margþættar að sögn Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans: „Í stórum dráttum eru 125 milljónir frá því í byrjun árs þegar spítalinn lenti á neyðarstigi vegna flensu og nóróvíruss. Þá var ákveðið að fara í aukakostnað til að fleyta spítalanum yfir það. Það var samþykkt af ríkisstjórn að okkur yrði bætt þetta en það er ekki búið að því ennþá. Þá eru um það bil 300 milljónir sem við höfum ekki fengið bættar vegna hinna ýmsu stofnanasamninga.“

Björn segir aukið álag á legudeildunum einnig spila inn í þennan halla. „Við höfum verið með meira en 100% nýtingu í mjög langan tíma á legudeildunum, meðal annars vegna þess að við erum með svo marga sjúklinga sem hafa lokið meðferð á spítalanum og eru að bíða eftir hjúkrunarheimilisúrræði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert