Tillaga flóttamannanefndar samþykkt

Flóttamannabúðir.
Flóttamannabúðir. AFP

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu félags- og húsnæðismálaráðherra og utanríkisráðherra um móttöku flóttafólks árin 2013 og 2014. Niðurstaðan er í samræmi við tillögu flóttamannanefndar og miðast við að tekið verði á móti konum í hættu frá Afganistan og samkynhneigðum frá Íran eða Afganistan.

Flóttamannanefnd kynnti fyrir skömmu þær áherslur sem hún telur að leggja beri til grundvallar við móttöku flóttafólks og lagði tillögu sína fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra og utanríkisráðherra.

Niðurstaða flóttamannanefndar er meðal annars sú að hér á landi séu góðir innviðir til að taka á móti einstæðum mæðrum og ástæða til að halda því áfram. Jafnframt telji nefndin réttindi samkynhneigðra vel varin hér á landi og íslensk stjórnvöld geti því lagt lóð sín á vogarskálarnar með því að taka á móti samkynhneigðu flóttafólki.

Í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar í dag munu flóttamannanefnd og Útlendingastofnun vinna að framkvæmd málsins en Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna veitir aðstoð við val þeirra flóttamanna sem boðið verður til Íslands.

Hinsegin fólk frá Íran til Íslands

Hvetur til móttöku flóttamanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert