Vilja friðlýsingu Þjórsárvera strax

Brynjar Gauti

Náttúruverndarsamtök Íslands, skora á umhverfisráðherra að fara að niðurstöðum rammaáætlunar, að vinna í samræmi við gildandi lög um rammaáætlun og undirrita þegar í stað fyrirliggjandi friðlýsingarskilmála vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

„Hvers kyns áform um Norðlingaölduveitu jafngilda stórtækum breytingum á rammaáætlun. Ætli ríkisstjórnin að fara þessa leið er engin sátt lengur um rammaáætlun.

Komist Landsvirkjun í Þjórsárver - þrátt fyrir niðurstöðu rammaáætlunar og þrátt fyrir lög um rammaáætlun - mun Landsvirkjun ráðast í stækkun Norðlingaölduveitu við fyrsta tækifæri.

Náttúruverndarsamtök Íslands hvetja alla náttúruunnendur til að sameinast gegn þessum áformum ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjunar og standa vörð um þetta einstaka og dýrmæta svæði á hálendi Íslands.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert