Evrópustofa rekin í ár í viðbót

Norden.org

Evrópustofa, upplýsingamiðstöð Evrópusambandsins á Íslandi, verður áfram í rekstri hér á landi fram á mitt næsta ár samkvæmt upplýsinum frá almannatengslaskrifstofunni Athygli sem sér um rekstur hennar.

Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli, segir í samtali við mbl.is að upphaflega hafi verið samið um rekstur Evrópustofu til tveggja ára, það er frá miðju ári 2011 til miðs árs 2013. Sá samningur sé því útrunninn. Hins vegar hafi í sumar verið samið um áframhaldandi rekstur stofunnar til eins árs til viðbótar eða miðs árs 2014.

Þess má geta að Athygli er með samning við þýska fyrirtækið Media Consulta um rekstur stofunnar en reksturinn er kostaður af Evrópusambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert