Gróf upp sögur og kortlagði 60-70 álagabletti á Ströndum

Dagrún Ósk Jónsdóttir hefur safnað myndum og sögum af álagablettum …
Dagrún Ósk Jónsdóttir hefur safnað myndum og sögum af álagablettum á Ströndum. mbl.is/Golli

Hin tvítuga Dagrún Ósk Jónsdóttir hefur unnið að heldur óvenjulegu verkefni í sumar þar sem hún hefur safnað sögum og myndum af álagablettum á Ströndum.

Þeirri vinnu er lokið og nýlega var opnuð sýning á Sauðfjársetrinu á Hólmavík þar sem sjá má ljósmyndir af blettunum ásamt sögum af þeim sem Dagrún hefur safnað saman.

,,Álagablettir eru svæði sem ríkir bannhelgi yfir. Til að mynda má ekki slá grasið á þeim eða raska náttúrunni á annan hátt. Slíkt hefur iðulega eitthvað slæmt í för með sér. Skepnan þín deyr, eða það verður slys á fólki,“ segir Dagrún meðal annars í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert