Yfir 10 milljón eintök seld

Arnaldur Indriðason
Arnaldur Indriðason mbl.is/Forlagið

Bækur Arnaldar Indriðasonar hafa nú selst í yfir tíu milljónum eintaka á heimsvísu. Þetta staðfestir Egill Örn Jóhannsson forleggjari hans hér á landi við Morgunblaðið.

„Þetta undirstrikar auðvitað rækilega frábæran árangur Arnaldar á erlendri grundu. Tíu milljónir eintaka er merkur áfangi og sú tala fer hækkandi,“ segir Egill.

Bækur Arnaldar hafa verið þýddar á 39 málsvæðum og Egill segir vandfundið það land þar sem ekki sé bók eftir hann að finna.

Yrsa Sigurðardóttir gefur Arnaldi lítið eftir í þessum efnum. Bækur hennar hafa verið þýddar á 31 málsvæði. Það er Miðstöð íslenskra bókmennta sem heldur þessum upplýsingum til haga, að því er fram kemur í umfjöllun um útrás íslenskra glæpasagna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem út kom í morgun.

Sunnudagsblaðið.
Sunnudagsblaðið.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert