Kjósa um tvær leiðir við val á lista

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mun leggja tvær mögulegar leiðir við val á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014 fyrir félagsfund fulltrúaráðsins á morgun. Þetta var samþykkt á stjórnarfundi Varðar í dag en síðustu vikur hefur verið mikil umræða innan flokks sem utan um hvaða leið skuli farin fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Leið eitt felst í því að haldið verði leiðtogaprófkjör þann 9. nóvember næstkomandi þar sem allir flokksfélagar taka þátt í að velja oddvita framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014  og að í kjölfarið muni Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík koma saman þann 16. nóvember næstkomandi og velja 2. til 10. sæti listans, í samræmi við 56. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins.

Leið tvö felst hins vegar í því að haldið verði prófkjör þann 16. nóvember næstkomandi þar sem flokksfélagar velja með hefðbundnum hætti sæti á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014. Kjörnefnd sér síðan um að velja aftari sæti listans líkt og hefð er fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert