VR undirbýr kröfugerð sína

Trúnaðarráð VR kom saman til fundar í gærkvöldi til að ræða stöðuna í kjaramálum en innan við þrír mánuðir eru þar til kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Miklar umræður voru á fundinum og kynntar voru niðurstöður nýrra kannanna meðal félagsmanna um áherslur í kjarasamningaviðræðunum en þær sýna að meirihlutinn vill leggja mesta áherslu á kaupmátt og stöðugleika.

Í frétt á vef VR segir að mikil vinna hafi verið lögð í undirbúning vegna kröfugerðar félagsins í næstu samningum og var fundurinn í gærkvöldi liður í honum. Á fundinum fór formaður VR, Ólafía B. Rafnsdóttir, yfir stöðuna og næstu skref en viðræðuáætlun VR og atvinnurekenda vegna kjarasamninga á að liggja fyrir undir lok vikunnar. K

kynntar voru niðurstöður tveggja viðhorfskannanna meðal félagsmanna, sú fyrri var gerð í sumar en sú síðari í september. Helmingur svarenda í könnun félagsins í sumar vill að samninganefnd félagsins leggi mesta áherslu á að tryggja kaupmáttinn og þriðjungur á beinar launahækkanir. Mikill meirihluti er hlynntur þjóðarsátt þar sem áhersla yrði lögð á stöðugleika. Í könnun nú í september voru félagsmenn beðnir um að forgangsraða áherslum sínum, aftur var krafan um kaupmátt efst á listanum og því næst áhersla á sérstaka hækkun lægstu launa. Minni skattheimta var efst á lista yfir áherslur til að styrkja stöðu heimilanna en þar á eftir kom afnám verðtryggingar á neytendalánum og afnám virðisaukaskatts á matvæli. Nánar verður fjallað um niðurstöður þessara kannanna á vef VR síðar.

Miklar umræður hafa verið innan verkalýðshreyfingarinnar og í þjóðfélaginu um fyrirkomulag og form næstu samninga, m.a. hvort semja eigi til lengri eða skemmri tíma. Margir tjáðu sig á fundi trúnaðarráðs í gærkvöldi um þessi mál og skiptust á skoðunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert