Fimm staurasamstæður brotnuðu

Þessi mynd er af brotnum rafmagnsstaurum á Reykjaheiði í fyrra.
Þessi mynd er af brotnum rafmagnsstaurum á Reykjaheiði í fyrra. þeistareykir.is

Við skoðun á Laxárlínu 1 í gær kom í ljós að fimm staurastæður hafa brotnað í línunni vegna ísingarálags í óveðrinu sem gekk yfir landið um og upp úr helgi.

Töluverðar truflanir urðu í flutningskerfi Landsnets í óveðrinu en þetta eru einu skakkaföllin sem kerfið varð fyrir svo vitað sé. Unnið er að viðgerð. Ekkert rafmagnsleysi er vegna bilunarinnar, en rafmagn er leitt eftir öðrum leiðum.

Mikið tjón varð á raflínum í óveðri sem gerði á NA-landi í september í fyrra. Talið hafði verið að straumleysi nú hefði orðið vegna samsláttar á línum, en nú er komið í ljós að staurar brotnuðu.

Eins og kom fram á mbl.is í dag hafa bændur á Austurlandi verið að finna dauðar kindur í dag og í gær. Enn er ekki ljóst hversu tjón bænda er mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert