Kynjakvóti í Gettu betur

Gettu betur
Gettu betur Af vef RÚV

Ákveðið hefur verið að kynjakvóti verði í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur vorin 2015 og 2016. Ákvörðun um þetta var tekin fundi stýrihóps keppninnar nýlega, en þar sitja fulltrúar þeirra fjögurra menntaskóla sem komast í undanúrslit í síðustu keppni ásamt fulltrúum Ríkisútvarpsins. Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu mega aldrei vera fleiri en tveir af sama kyninu í liðum skólanna, en í hverju liði eru þrír þátttakendur.

Vilja að skólarnir hafi góðan fyrirvara

Að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, situr stýrihópurinn til eins árs og tekur hann afstöðu til leikreglna keppninnar á hverju ári. Hópur næsta árs mun því einnig taka afstöðu til þessarar breytingar áður en keppnin vorið 2015 fer fram og gæti hópurinn tekið aðra ákvörðun þá.

„Samþykkt var að stefna að því að í keppninni á næsta ári verði keppendur af báðum kynjum,“ segir Skarphéðinn í samtali við mbl.is. „Ákveðið var að setja inn í samninginn að stefna að því að frá og með næsta ári verði keppendur af báðum kynjum. Þetta er viðleitni af hálfu RÚV til að stuðla að því.“

Að sögn Skarphéðins var ákveðið bæta þessu inn í leikreglurnar núna svo skólarnir hafi góðan fyrirvara og tryggja að nýtt fyrirkomulag komi ekki aftan að þátttakendum.

Fyrirkomulagið er hugsað til reynslu í tvö ár og tekur það gildi fyrir keppnina vorið 2015 og verður einnig í gildi 2016. Tillagan kom frá fulltrúum Ríkisútvarpsins og studdu þrír menntaskólar tillöguna, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Kvennaskólinn. Verslunarskóli Íslands studdi ekki tillöguna.

Fáar stúlkur hafa átt sæti í liðum Gettu betur í gegnum tíðina.







mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert