Mun kosta nokkur hundruð milljónir

Vífilsstaðaspítali.
Vífilsstaðaspítali. Eggert Jóhannesson

Kostnaður vegna flutnings um fimmtíu sjúklinga á Vífilsstaðaspítala í Garðabæ mun hlaupa á nokkrum hundruðum milljóna samkvæmt heimildum mbl.is. Þetta eru hjúkrunarsjúklingar sem hafa dvalið á Landspítalanum en í raun ættu að vera á öldrunarstofnunum.

Í yfirlýsingu Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, og Björns Zoega, forstjóra Landspítala, sem kynnt var á blaðamannafundi á spítalanum þann 12. september síðastliðinn, kom fram að ráðstafanir yrðu gerðar til að leysa fráflæðisvanda Landspítala. 

Þar kom fram að vandinn væri fyrst og fremst skorts á vistunarúrræðum fyrir aldraða sem lokið hafa meðferð á spítalanum. Landspítalinn hefur nú skilað ráðherra sérstakri aðgerðaráætlun vegna málsins og kemur áætlaður kostnaður vegna flutnings sjúklinganna á Vífilsstaðaspítala þar fram.

Húsnæði Vífilsstaðaspítala tilbúið að mestu leyti, að þó þarf að kaupa ýmis tæki, svo sem sjúkrarúm og fleira.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert