Dregið hefur úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna

Þróun reykinga Íslendinga 18 ára og eldri frá 1989.
Þróun reykinga Íslendinga 18 ára og eldri frá 1989. mbl.is

„Sú jákvæða þróun hefur orðið í ávana- og vímuefnaneyslu ungmenna á Norðurlöndum að dregið hefur úr neyslunni,“ segir Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, Félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu.

Það byggir hann á niðurstöðum samræmdra evrópskra rannsókna (ESPAD) sem gerðar hafa verið um árabil á neyslu ungmenna á aldrinum 15-16 ára. ,,Mikilvægi ESPAD-rannsóknanna felst í því að þær gera mögulegt að bera saman þróun á milli landa.“

Í fréttaskýringu um þtta mál í Morgunblaðinu í dag segir Árni rannsóknirnar sýna að þróun unglinganeyslunnar hjá öðrum Norðurlandaþjóðum er á svipuðu róli og hér á landi en Ísland kemur þó almennt betur út en hin löndin og hefur gert frá upphafi. „Það að nágrannaþjóðirnar eru samstiga okkur í þróuninni er jákvætt og gefur meiri von um að árangurinn haldist en ef hann væri einungis bundinn við Ísland.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert