Í vonlausri baráttu á húsnæðismarkaði

Ingibjörg Ósk Elíasdóttir
Ingibjörg Ósk Elíasdóttir mbl.is/Rósa Braga

„Það eina sem ég veit er að 1. nóvember fer ég út á götu og veit ekki hvað tekur við,“ segir Ingibjörg Ósk Elíasdóttir, þriggja barna móðir sem er á hrakhólum á húsnæðismarkaði. Yfir 500 manns eru skilgreind í brýnni þörf á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík. Ingibjörg er þar á meðal og mætir miklu úrræðaleysi í kerfinu.

„Þetta er ekki óskastaða hjá neinum,“ segir Ingibjörg. Fyrir tveimur árum skildi hún við manninn sinn og hefur síðan búið með dætrunum tveimur, 6 og 16 ára, í tveggja herbergja íbúð sem var í eigu ættingja. Íbúðin hefur nú verið seld vegna skiptingar á dánarbúi og verður afhent um mánaðamót október/nóvember.

Öll úrræði fullnýtt

Sonur Ingibjargar, 13 ára, glímir við alvarlega geðfötlun og er nú í meðferð á vistheimili en veikindi hans setja fjölskyldunni þröngar skorður þegar kemur að húsnæði. 

„Þegar þú átt barn með fötlun sem er erfitt að fá viðurkennda í kerfinu þá þarftu að ganga langt á öll þau úrræði sem þú hefur,“ segir Ingibjörg.

„Og allt í einu er komin upp sú staða að þú ert í vonlausri baráttu: Þú getur ekki fengið lán fyrir húnsæði en gætir heldur ekki staðið undir því að leigja venjulega íbúð á frjálsum markaði, þótt hún væri lítil. Og þú kemst ekki að í þessu félagslega kerfi, sem á að hjálpa þeim sem eru illa staddir.“

Hundruð manna í brýnni þörf

Allt frá skilnaðinum hefur Ingibjörg verið á biðlista hjá Reykjavíkurborg eftir félagslegu húsnæði en ekkert gengið. Biðlistar hafa verið að lengjast frá árinu 2010. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsbústöðum, sem reka félagslegt leiguhúsnæði borgarinnar, eru nú 809 manns á biðlista og þar af eru 523 skilgreindir í brýnni þörf.

Mörghundruð manns eru því á hrakhólum í höfuðborginni. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum búa sumir þröngt í ósamþykktu og óvistlegu húsnæði, aðrir eru upp á ættingja komnir. 

„Ég er komin á það stig að hafa hugleitt að spyrja félagsfulltrúann minn hvort þau bjóði manni upp á að vera í gistiskýli. Það er ekki auðvelt að troða sér upp á fólk með tvö börn, eða tvö og hálft barn, því þótt sonur minn búi ekki hjá mér sem stendur er ég samt móðir hans og þarf að annast hann,“ segir Ingibjörg.

Skelfilegt að bjóða barni upp á þetta

Almennt er þörfin mest eftir 1-2 herbergja íbúðum, en Ingibjörg er í þeim hópi sem vegna fjölskylduhaga þarf á stærra húsnæði að halda. „[Félagsmálayfirvöld] vilja í raun ekki bjóða mér minna en 4 herbergja íbúð, og ég ætti tæknilega séð að vera skráð fyrir 5 herbergja, en ég sé ekki fram á að geta greitt svo mikinn kostnað. Persónulega myndi ég sætta mig við að fara í þriggja herbergja íbúð frekar en að enda á götunni,“ segir Ingibjörg.

„Staðan er það alvarleg í dag að [sonurinn] getur ekki komið heim til mín nema í fylgd starfsmanns, en þar sem við stelpurnar mínum búum þannig að við erum hver ofan á annarri og ein í stofunni, þá get ég ekki boðið þeim upp á að hann sé heima með ókunnugum manni í þeirra litlu svefn- og lærdómsaðstöðu. Þannig að hann getur takmarkað komið heim til sín, og það er skelfilegt að bjóða barni upp á þessar aðstæður.“

Ingibjörg segir markmiðið að sjálfsögðu vera að sonur hennar geti flutt aftur inn á heimilið að lokinni meðferð. Það verði þó ekki hægt án húsnæðis við hæfi. Hún segist efast um að hún hefði þurft að bíða svona lengi ef sonur hennar væri í hjólastól. 

„Barnið er engu að síður með fötlun, þótt það sjáist ekki utan á honum. Geðfatlanir eru lítt viðurkenndur flokkur og lítil hjálp í boði, en það er opinberlega viðurkennt að ég get ekki boðið honum upp á að vera á flækingi, að flytja á árs fresti. Hann verður að vera í stabílu húsnæði og ég hef ekkert val annað en félagslega kerfið.“

Vita ekki hvar þær enda næst

Staða dætra hennar er Ingibjörgu ekki síður áhyggjuefni. „Jafnvel þótt þú sért ekki með veikt barn þá er takmarkað hvað hægt er að bjóða börnum upp á að skipta um skóla og flytja milli hverfa. Ég vil ekki raska skólanum þeirra líka, það er nógu erfitt með annað í þeirra lífi.“

Íbúðin sem mæðgurnar munu senn missa er í Breiðholtinu, en þangað til í vor sóttu systurnar leik- og grunnskóla í gamla hverfinu sínu í Grafarvogi. Dvalarheimili drengsins er svo í Hafnarfirði.  Undanfarin tvö ár hafa því einkennst af skutli milli borgarhluta svo Ingibjörg segir ekki annað í boði en að eiga og reka bíl til að komast á milli staða.

Þær vita ekki hvar þær enda næst. „Við fáum ekki að velja hverfi, ef það kemur að því að við fáum félagslegt húsnæði þá verðum við bara að taka það sem býðst. Við gætum þurft að flytja á glænýjan stað og byrja alveg upp á nýtt.“

Ingibjörg segist hafa áhyggjur af því að eldri dóttir hennar gefist upp og hrekjist út í að flytja að heiman á unga aldri vegna aðstæðna þeirra. 

„Þetta er basl þótt það sé allt í góðu lagi, en ef þú lendir í erfiðum aðstæðum er það ómögulegt. Þetta er ekki eitthvað sem maður ætlaði að koma sér í, en stundum æxlast hlutirnir þannig að þú hefur lítið val og manni finnst að kerfið verði að geta brugðist við svona.“

Vonlitlir kerfisstarfsmenn

Ingibjörg segist upplifa kerfið sem ráðalaust á fleiri en einu sviði, enda sé hún ekki aðeins að heyja húsnæðisbaráttu heldur einnig baráttu fyrir velferð andlega veiks barns. Hún segist þó ekki vilja setja út á neinn ákveðinn þátt í kerfinu.

„Það er fullt af góðu fólki sem vinnur að þessum málum og er allt af vilja gert en orðið uppfullt af vonleysi. Maður hittir alls konar ráðgjafa frá hinum á þessum stöðum sem eru þreytulegir, gráir og guggnir og maður fær bara sting í hjartað. Það hlýtur að vera skelfileg aðstaða fyrir starfsmenn að reyna og reyna en geta ekki hjálpað fólki.“

Aðspurð um þær tillögur til úrbóta á leigumarkaði sem nú eru til umræði á Alþingi segist Ingibjörg vonast til að umræðan dagi ekki uppi í nefnd heldur verði eitthvað gert.

„Það er langt síðan hefði átt að vera búið að taka þessi mál fastari tökum, því jafnvel þótt það komi núna ákvörðun um að gera eitthvað, þá tekur það mánuði og ár að komast í gagnið. En það er ekki hægt að bjóða íslenskum almenningi upp á þetta. Það er eitthvað sérkennilegt að fólk í algjörri neyð bíði og bíði, jafnvel árum saman, eftir húsnæði. Það getur ekki talist eðlilegt.“

Mikill skortur er á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og mest er ...
Mikill skortur er á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og mest er þörfin eftir 1-2 herbergja íbúðum. mbl.is/Golli
mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Braust inn í bílskúr tvo daga í röð

17:51 Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir tvær tilraunir til þjófnaðar. Maðurinn játaði að hafa 10. maí og aftur 11. maí brotist inn í bílskúr í Reykjavík og reynt að stela þaðan búnaði til motorcross-iðkunnar. Meira »

Ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu

17:48 Lögreglan á Austurlandi brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni fyrir austan næsta sólarhringinn að nauðsynjalausu. Veðurspá gerir ráð fyrri óvenjumikilli úrkomu í landshlutanum. Meira »

Ekki mikilvægast að koma börnum í skjól

16:45 „Ég tek ekki undir með háttvirtum þingflokksformanni Vinstri grænna, að mikilvægasta málið sé að koma börnum í skjól. […] Það er jafn mikilvægt að bjarga fjölskyldum og búum sauðfjárbænda.“ Þetta sagði Framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson í umræðu um breytingar á lögum um uppreista æru. Meira »

Rimantas fannst látinn

16:35 Rimantas Rimkus, sem lýst var eftir í júní, fannst látinn á höfuðborgarsvæðinu í lok síðasta mánaðar. Rimantas, sem var 38 ára og frá Litháen, lætur eftir sig tvö börn. Meira »

Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

16:03 Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér. Meira »

Brú milli íslenskra fyrirtækja og Costco

15:43 „Í Costco eru um 2% af vörunúmerum íslensk. Það hljóta að vera fleiri tækifæri að selja fleiri íslensk vörunúmer í Costco hér og líka fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum í búðir Costco í útlöndum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira »

Ný ferja í höndum Vestmannaeyjabæjar

15:24 Samgönguráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu 5. október. Meira »

Ný fisktegund veiðist við Ísland

15:39 Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur. Meira »

Ræður ekki förinni í þinginu

15:15 „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna.“ Meira »

Tólf mánaða dómar fyrir fjársvik

14:47 Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til 12 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir fjársvik. Mennirnir, annar á fimmtugsaldri en hinn á sextugsaldri, voru ákærðir fyrir að hafa látið útbúa 22 tilhæfulausa reikninga frá Vert ehf. til Ölgerðarinnar. Meira »

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

14:40 Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Meira »

Borgarísjaki út af Ströndum

14:35 Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri. Meira »

Vonbrigði að ná ekki að klára

14:25 Ekki tókst að afgreiða frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, svo nefnda NPA-þjónustu og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga úr velferðarnefnd fyrir þinglok. Þetta staðfestir formaður velferðarnefndar. Nefndin hafi þó tryggt málinu áframhaldandi farveg. Meira »

Skapa svigrúm og nýtt þing tekur afstöðu

14:14 Frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga er annað þeirra frumvarpa sem stendur til að afgreiða á Alþingi í dag áður en þingstörfum lýkur. Frumvarpið þarf að fara í gegnum þrjár umræður og hljóta afgreiðslu í nefnd áður en það verður að lögum. Meira »

Eignir Magnúsar kyrrsettar

13:28 Beiðni stjórnar United Silicon um að kyrrsetja eignir Magnúsar Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið samþykkt hjá sýslumanni. Meira »

Rúv vanrækti almannaþjónustuhlutverk

14:21 Umboðsmanni Alþingis hafa af og til borist kvartanir og ábendingar frá einstaklingum sem búa við heyrnarskerðingu um skort á aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins og þar með að það fullnægi ekki þeim kröfum sem kveðið er á um í lögum. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sent var fyrr í þessum mánuði. Meira »

Tekist á um stjórnarskrármálið

14:07 Þingfundur er hafinn á Alþingi en hann hófst klukkan 13:30. Stefnt er að því að ljúka nokkrum málum í dag, einkum er þar um að ræða breytingar á lögum um útlendinga varðandi stöðu barna í röðum hælisleitenda og afnám uppreistar æru í lögum. Meira »

Sækja um endurupptöku

13:17 Samkvæmt frumvarpi um breyt­ingar á út­lend­inga­lög­um sem verður lagt fyrir Alþingi í dag mun fjölskyldan frá Gana geta sótt um endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála verði frumvarpið að lögum, að sögn Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns fjölskyldunnar sem á að vísa úr landi. Meira »
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
 
Þjónustufulltrúi 50%
Skrifstofustörf
BÝRÐ ÞÚ YFIR afburða...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017092619 i
Félagsstarf
? EDDA 6017092619 I Mynd af auglýsin...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...