Makríllinn gæti horfið kólni hafið

Í pallborði á fundi ICES í gær (f.v.): Poul Degnbol, …
Í pallborði á fundi ICES í gær (f.v.): Poul Degnbol, forstöðumaður vísindalegrar ráðgjafar hjá ICES, Paul Connolly, forseti ICES, Anne Christine Brusendorff, framkvæmdastjóri ICES, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, og Ólafur S. Ástþórsson, aðstoðarforstjóri hjá sömu stofnun. mbl.is/Rósa Braga

Ótímabært er að ganga út frá því að aukin makrílgengd austur af Grænlandi sé komin til að vera. Stofninn geti enda fært sig frá svæðinu á jafnskömmum tíma og það tók hann að fikra sig í norðvesturátt.

Þetta er mat Poul Degnbol, forstöðumanns vísindalegrar ráðgjafar hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu, sem telur aðspurður að Aleqa Hammond, formaður grænlensku landstjórnarinnar, sé bjartsýn þegar hún sjái fyrir sér stórauknar fiskveiðar undan ströndum Grænlands. Slíkt sé ótímabært í ljósi sögunnar.

Páll Bergþórsson veðurfræðingur telur að sjór við Ísland muni kólna og að við það geti makríll horfið úr íslenskri lögsögu, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert