Obama spurði út í heilsu Sigmundar Davíðs

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Elva Björk …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Elva Björk Guðmundsdóttir, eiginkona Gunnars, og Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna. mynd/Utanríkisráðuneytið

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hitti Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, á boði sem bandarísku forsetahjónin héldu í New York á mánudagskvöld, en utanríkisráðherrann var viðstaddur fund  Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

„Hitti Obama á mánudagskvöldið, hann spurði um heilsu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hvernig fóturinn væri að jafna sig,“ skrifar Gunnar Bragi á Facebook.

Það vakti mikla athygli þegar Sigmundur Davíð fundaði með forsætisráðherrum Norðurlandanna og Obama á fundi í Stokkhólmi fyrir skemmstu. Vegna sýkingar í fæti varð Sigmundur að bregða á það ráð að klæðast Nike-íþróttaskóm á öðrum fæti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert