13 handteknir í Kópavogi

Lögreglan handtók þrettán manns í Auðbrekku í Kópavogi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirmanni rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, voru þeir fluttir til yfirheyrslu á lögreglustöð.

Að sögn Friðriks Smára var hald lagt á ýmsa muni og lítilræði af fíkniefnum við húsleit á staðnum en mennirnir eru búsettir í húsnæðinu. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir.

Samkvæmt heimildum mbl.is er hluti af þeim sem voru handteknir í morgun Albanir sem hurfu eftir landsleik Albaníu og Íslands á Laugardalsvellinum nýverið.

 Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að við aðgerðirnar í morgun naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og fíkniefnaleitarhunda frá tollinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert