Hækka flugfargjöld því oftar sem þú leitar?

Flugfélög eru stundum grunuð um að nýta sér vefkökur til að verðleggja farmiða fyrir hvern og einn. Fólk eyðir löngum stundum á netbókunarvélum flugfélaganna til að gera verðsamanburð og finna bestu dagsetningarnar. Síðan ber það ferðaáætlunina undir samferðafólkið og loks þegar komið er að því að bóka þá hefur flugið hækkað óþægilega mikið.

Upplýsingafulltrúi Icelandair segist ekki þekkja til þess háttar tækni, að því er fram kemur í frétt á vef Túrista.

„Við könnumst ekki við þá tækni sem þarna er lýst og höfum að sjálfsögðu aldrei notað hana", segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Kollegar Guðjóns hjá Norwegian og SAS tóku í sama streng þegar málið var til umfjöllunar í norska blaðinu Aftenposten. Þau segja að fargjaldið ráðist meðal annars af framboði, eftirspurn, tilboðum og tímasetningum en ekki af fjölda heimsókna einstakra kúnna á heimasíðu félaganna.

Sjá frétt Túrista í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert