Hafa þurft að leggja mikið á sig

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að hver sá sem hafi fjarlægt seinni Regnbogabrautina úr Laugardalnum hafi þurft að leggja mikið á sig, því filmurnar sem límdar voru á götuna séu sérhannaðar til notkunar á umferðargötur.

Hann staðfesti í samtali við mbl.is að lögregluyfirvöld hefðu verið upplýst um ætlan borgarinnar að hafa götuna með þeim hætti sem hún var.

„Ég er mjög leiður yfir því að þetta hafi ekki fengið að vera í friði,“ segir Dagur. „Þetta eru sérstakar filmur til að líma á götur, þannig að sá sem hefur fjarlægt þetta hefur þurft að hafa töluvert fyrir því. Það er leiðinlegt að svona tákn um fjölbreytileika og litadýrð fái ekki að vera í friði.“

Ljósmyndari mbl.is á svæðinu segir að hvorki sjáist tangur né tetur af plastfilmunum í nágrenni við svæðið þar sem þær voru áður.

Gangbrautin fjarlægð aftur

Regnbogabrautin lögð á ný

Gangbrautir minna á réttindabaráttu hinsegin fólks

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert