Vöknuðu við hvíta jörð

Svona var umhorfs á Siglufirði í morgun.
Svona var umhorfs á Siglufirði í morgun. mbl.is/Sigurður Ægissin

Þessi ljósmynd er ekki af póstkorti sem sýnir jólalega vetrarstemningu í þorpi í svissnesku ölpunum. Hún var tekin á Siglufirði í morgun þar sem bæjarbúar vöknuðu við hvíta jörð.

Að sögn Veðurstofu Íslands var víða næturfrost í nótt og þá snjóaði út við ströndina víða á landinu norðan- og austanverðu. 

Mesta frost á hálendinu í nótt mældist vera 13,4 gráður á Brúarjökli. Mesta frost á láglendi var í Árnesi eða 6,4 gráður.

Vegagerðin vekur athygli á því að hálka og hálkublettir séu á fjallvegum víða um land.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:

Gengur í sunnan 5-10 metra á sekúndu með skúrum vestanlands, fyrst á annesjum. Hægur vindur og víða bjartviðri annars staðar. Hiti 1 til 9 stig að deginum, mildast syðst. Sunnan og suðaustan 3-8 á morgun. Léttskýjað norðaustanlands, en skýjað í öðrum landshlutum og dálítil rigning vestantil. Hiti 3 til 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert