Heilbrigðismál ekki undanþegin hagræðingu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra (t.h.) sést hér ásamt Birni Zoëga, …
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra (t.h.) sést hér ásamt Birni Zoëga, fyrrverandi forstjóra LSH. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að heilbrigðismál verði ekki undanþegin almennri 1,5 prósenta hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga. Kristján fullyrðir hins vegar að verið sé að veita viðspyrnu við þróuninni og grunnþjónustan verði varin. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Haft er eftir Kristjáni að meiri fjármunir verði veittir í heilbrigðismálin heldur en á fjárlögum þessa árs.

„Ég hef lengi haft áhyggjur af þessu mikla niðurskurði sem hefur verið og ég fullyrði það að við erum að veita ákveðna viðspyrnu við þeirri þróun sem hefur verið síðastliðin ár,“ segir hann í samtali við RÚV. Hvernig það verði komi í ljós í vikunni þegar fjárlögin komi fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert