„Við erum mjög ánægð með þetta“

Eygló Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur.
Eygló Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur.

„Þetta leggst mjög vel í fólk hér innan spítalans, afskaplega vel. Páll hefur verið að stýra geðsviðinu og hefur verið mjög framsýnn, haft skýra framtíðarsýn, og hefur verið að gera mjög góða hluti þar,“ segir Eygló Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans, í samtali við mbl.is um þá ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, að skipa Pál Matthíasson settan forstjóra sjúkrahússins.

„Það hafa verið gerðar miklar og mjög ánægjulegar breytingar á geðsviðinu á undanförnum árum og fólk hefur verið mjög ánægt með hans störf. Þannig að ég held að hér innanhúss sé fólk afskaplega ánægt með þessa niðurstöðu. Hún hefði varla getað verið betri. Það er auðvitað fullt af hæfu fólki en við erum mjög ánægð með þetta,“ segir hún ennfremur. „Hann hefur verið að standa sig gríðarlega vel og er með þessa skýru sýn sem ég vona að hann geti nýtt fyrir Landspítalann.“

Frétt mbl.is: Páll forstjóri Landspítalans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert