Flestar konur velja að framkvæma fóstureyðingu heima

Fóstureyðingarlyf.
Fóstureyðingarlyf. mbl.is/Rósa Braga

Um það bil helmingur íslenskra kvenna, sem gangast undir fóstureyðingu, velur lyfjameðferð fram yfir aðgerð.

Af þeim velja langflestar að taka lyfin í heimahúsi en þá þurfa þær að dvelja í nágrenni við Landspítalann og eru í símasambandi við kvennadeild á meðan á ferlinu stendur.

Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvennadeild, segir konur almennt sáttar við þá valkosti sem þeim bjóðast en sumum þyki kerfið heldur þungt í vöfum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert