Nýr forstjóri leysir ekki vandann

Á Landspítalanum.
Á Landspítalanum. mbl.is/Golli

„Landspítalinn er á brúninni og nýr aðili í stöðu forstjóra getur engu breytt þar um vegna þess að grunnvandi spítalans er skortur á fjármagni,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.

Hann segir launamál Björns Zoëga vissulega hafa rýrt trúnað sumra starfsmanna á stöðu hans, en telur tímasetningu uppsagnarinnar benda eindregið til þess að fjárlagafrumvarpið hafi þar mest haft um að segja.

„Ég tel að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá Birni og sterk skilaboð út í samfélagið og til ráðamanna. Hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á spítalanum í þessu ástandi.“ segir Þorbjörn.

Hann hefur miklar áhyggjur og segir öryggi sjúklinga vera stefnt í verulega hættu ef skorið verður niður. „Ég held að þetta gæti ýtt mörgum læknum út í að hætta. Við munum ekki fá nýja aðila til að fylla upp í þau skörð, það er alveg öruggt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert