Næg verkefni, en vantar fólk

Fiskverkunin GPG er með höfuðstöðvar sínar á Húsavík og rekur starfsstöð á Raufarhöfn. Þar eru um 20 starfsmenn og þetta er stærsti einstaki vinnuveitandinn í bænum. Þar eru næg verkefni, það eina sem vantar er fólk til að vinna þau.

Viðar Friðgeirsson er verkstjóri GPG á Raufarhöfn og segir að þar sé „alveg fullt að gera“.

Meðal þess sem unnið er í starfsstöðinni á Raufarhöfn er Masago, lituð og bragðbætt loðnuhrogn sem notuð eru til sushigerðar. Þau eru seld víða um heim, en aðallega til Bandaríkjanna og Evrópulanda.

En þessa dagana er helst verið í flakavinnslu á bolfiski.

„Eftir áramótin erum við mikið í hrognafrystingu, þá frystum við þorskhrogn. Svo tekur grásleppuvertíðin við á vorin,“ segir Viðar.

Og það er næga vinnu að fá hjá GPG.

„Það er búið að vera mjög gott í haust. Bullandi fiskerí,“ segir Viðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert