Læra að synda á Íslandi og kynnast landi og þjóð

Grænlensku börnin fara víða eftir skóla og sund og heimsóttu …
Grænlensku börnin fara víða eftir skóla og sund og heimsóttu meðal annars Alþingi í gær. mbl.is/Golli

Í gær heimsóttu Alþingi 30 ellefu ára börn frá litlum þorpum á austurströnd Grænlands, en þau eru í tveggja vikna heimsókn hérlendis á vegum Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands.

„Þetta er áttunda árið sem við bjóðum börnum frá litlu þorpunum á Austur-Grænlandi að koma til Íslands, einkum til þess að læra að synda og kynnast íslenskum jafnöldrum og samfélagi,“ segir Hrafn Jökulsson, talsmaður Kalak, í Morgunblaðinu í dag.

Börnin búa við fábrotnar aðstæður og því kemur þeim nánast allt á óvart hérlendis enda nánast allt svo framandi. Kalak tekur á móti þeim í samstarfi við meðal annars Kópavogsbæ, þar sem þau búa á gistiheimili, sækja skóla og fara í sund tvisvar á dag.

Grænlensku börnin fara víða eftir skóla og sund og heimsóttu …
Grænlensku börnin fara víða eftir skóla og sund og heimsóttu meðal annars Alþingi í gær. mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert