Brjálað að gera vegna bilaðs tækis

Sneiðmyndatæki
Sneiðmyndatæki mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Mjög miklar annir hafa verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem sneiðmyndatæki er bilað á Landspítalanum í Fossvogi og því þarf að flytja alla sem þurfa á slíkri myndatöku að halda með sjúkrabíl á sjúkrahúsið við Hringbraut. Tækið bilaði seinni partinn í gær og hafa varahlutir verið pantaðir erlendis frá.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hefur vaktin í morgun verið gjörsamlega brjáluð út af þessu þar sem allir þeir sem leita á slysavarðstofuna og talið er að þurfi að senda í sneiðmyndatöku þarf að flytja á milli bygginga með sjúkrabíl. Vitað er að ekki verður hægt að koma tækinu í lag fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi og því ljóst að áfram verður að flytja sjúklinga á milli Fossvogs og Hringbrautar.

Ekki er langt síðan þetta tæki bilaði og var þá bilað í um tvær vikur.

Erfið staða vegna bilunarinnar

Ekki er vitað hversu langan tíma tekur að gera við tækið, en panta þurfti varahluti erlendis frá. Vonir standa þó til að tækið komist í lag á mánudag eða þriðjudag. Þetta segir Jón Guðmundsson, yfirlæknir á Landspítala í Fossvogi.

Að sögn Jóns er tækið notað til að mynda um fjörtíu einstaklinga á dag. Færri nýta tækið um helgar, en þá er það aðeins notað í bráðatilvikum. Jón segir þetta vera erfiða stöðu og að hans mati ætti í raun að vera tvö tölvusniðmyndatæki í Fossvogi, ekki aðeins eitt.

Jón segir sérstaklega bagalegt að flytja þurfi sjúklinga á milli þegar um alvarleg veikinda eða slys er að ræða.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert