25 þúsundasti gesturinn fékk bókagjöf

Alessandro Fossati, Monica Canova og Einar Gíslason
Alessandro Fossati, Monica Canova og Einar Gíslason Ljósmynd/Hvalasafnið

Tekið var á móti 25 þúsundasta gesti þessa árs á Hvalasafnið á Húsavík en það var Alessandro Fossati og vinkona hans Monica Canova frá Ítalíu. Færði framkvæmdastjóri safnsins, Einar Gíslason, þeim af því tilefni bókagjöf frá safninu auk þess að sem þau fengu frían aðgang að safninu.

Fram kemur á heimasíðu Hvalasafnsins í dag að aðsókn að safninu hafi verið framar vonum í ár en aukning gesta hafi verið um 25% miðað við síðustu ár. Gestafjöldinn hafi aðeins einu sinni farið yfir 25 þúsund en það hafi verið árið 2009.

Aðsókn á Hvalasafnið hefur verið vonum framar í sumar og er aukning gesta tæp 25% miðað við árin á undan. Aðeins einu sinni áður hefur gestafjöldi farið yfir 25.000 en það var 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert