Björguðu kindum úr sjálfheldu

Aðstæður geta verið afar krefjandi eins og sést á þessari …
Aðstæður geta verið afar krefjandi eins og sést á þessari mynd. Kindurnar eru fyrir neðan björgunarsveitarmennina sem sjást til hægri á myndinni. mynd/Björgunarsveitin Húnar

Sex félagar í björgunarsveitinni Húnum komu kind og þremur lömbum til aðstoðar sem höfðu komið sér í sjálfheldu á klettasyllu í Guðlaugshöfða. Verkefnið tók smá tíma þar sem þeir urðu að koma sér upp á mjóa syllu fyrir ofan féð til að geta komist að því.

„Smá tíma tók að undirbúa björgunina m.a. þurfti að bora í klettin til að bolta tryggingar áður en sigið var niður á sylluna þar sem rollurnar héldu sig. Vel gekk svo að ná þeim á sylluni og var þeim svo slakað niður með línu niður fyrir sylluna þar sem tekið var á móti þeim,“ segir á heimasíðu björgunarsveitarinnar.

Fleiri myndir frá björgunaraðgerðinni má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert