Cathy fannst hún geta andað á Íslandi

Cathy Ann Josephson fannst sem hún væri komin heim þegar …
Cathy Ann Josephson fannst sem hún væri komin heim þegar hún kom til Íslands í fyrsta skipti árið 1994. mbl.is/Golli

Þegar Cathy Josephson kom til Íslands í fyrsta skipti árið 1994 fannst henni hún vera komin heim. Hálfu ári síðar hafði hún selt flestar föggur sínar og flutti alfarið til Íslands. Nánar tiltekið á Vopnafjörð, á staðinn sem forfeður hennar höfðu flutt frá fyrir um 100 árum til Minnesota í Bandaríkjunum.

„Ég er fædd og alin upp nærri Minneota í Minnesota. Í þorpinu bjuggu margir Vestur-Íslendingar. Afi minn og amma fluttu, eins og svo margir aðrir, frá Vopnafirði árið 1893,“ segir Cathy. En afi hennar, Sigfús Árnason, fæddist á Hrunafelli en amma hennar Elín Kristjánsdóttir, fæddist í Viðvík.

Hún segir að fyrstu Íslendingarnir hafi komið til Minnesota árið 1845. „Um 90% þeirra sem fluttu þangað voru frá Vopnafirði,“ segir Cathy. Hún segir að tengsl margra við Ísland hafi rofnað. Helst hafi þó tengsl haldist meðal þeirra sem sóttu kirkju. Hún fæddist árið 1951. Mamma hennar, Helen Irene Spears, fæddist í Arkansas og átti rætur á Englandi og Írlandi. Pabbi hennar, Frank Allan Josephson var íslenskur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert