Él í flestum landshlutum

Nú er snjóþekja, hálka og hálkublettir á nokkrum leiðum á suðvesturhorninu og á Vesturlandi. Hálka og hálkublettir eru á ýmsum vegum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Flughálka er á Hellisheiði eystri og snjóþekja og éljagangur á Öxi, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

 Slyddubleyta eða él verða í flestum landshlutum fram á kvöld, en síðan léttir til suðvestan- og sunnanlands.  Þar sem vegir eru blautir um nánast allt land gerir glerhálku á vegum  að nýju í kvöld eða í nótt. Það hjálpar ekki upp á sakirnar að heldur er að  kólna í lofti um landið, segir í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert