MI5 rannsakaði íslensku bankana

Frá vinstri eru Eamonn Butler, forstöðumaður Adam Smith-stofnunarinnar, Pythagoras Petratos, …
Frá vinstri eru Eamonn Butler, forstöðumaður Adam Smith-stofnunarinnar, Pythagoras Petratos, kennari við Oxford, Hannes Hólmsteinn, Ásgeir Jónsson og Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við HÍ. mbl.is/Kristinn

Óvild gamalgróinna bankastofnana í garð íslensku útrásarbankanna var ríkjandi þegar íslenska fjármálakerfið riðaði til falls haustið 2008 sem og andstaða erlendra ríkisstjórna sem kærðu sig ekki um samkeppni frá Íslandi á fjármálasviðinu.

Þetta kom fram í máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, á ráðstefnu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt í Öskju, Háskóla Íslands, í gær. Var tilefnið að nú eru liðin fimm ár frá hruninu, en um ráðstefnuna er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Ýmis nýmæli komu fram í máli Hannesar. Hann sagði þannig frá því að árið 2005 rannsakaði breska leyniþjónustan, MI5, íslensku bankana vegna gruns um að þar leyndist fé frá rússnesku mafíunni. Þá tiltók hann hvernig fram kemur í æviminningum Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, þegar íslenska bankakerfið hrundi, að íslenskir bankamenn hefðu lagt Íhaldsflokknum til fé, höfuðandstæðingi Verkamannaflokksins, flokk Darling, í breskum stjórnmálum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert