Skipt um gallaða rúðu í Hörpu

Vegfarendur í miðborg Reykjavíkur ráku margir hverjir upp stór augu þegar þeir komu auga á stóran körfubíl við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í dag. Virtist sem viðgerðarmenn væru þar að bisa við eina rúðu hússins.

Halldór Jón Hjaltason, yfirumsjónarmaður fasteignarinnar, sagði í samtali við mbl.is að þarna hafi verið að skipta um eina gallaða rúðu. Móða hafi verið innan í henni og því ekki um að annað að ræða en að skipta henni út. Aðeins sé um eðlilegt viðhald að ræða og hafi verkið gengið snurðulaust fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert