Stal vodka en greiddi fullar skaðabætur

Maðurinn var sakfelldur fyrir að stelum þremur vodka-flöskum. Mynd úr …
Maðurinn var sakfelldur fyrir að stelum þremur vodka-flöskum. Mynd úr safni. mbl.is/Ásdís

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi karlmann á þrítugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið þremur vodka-flöskum úr verslun Vínbúðarinnar á Akureyri í maí og júní sl.

Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn skýlaust brot sín.

Þá segir, að samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn á liðnum árum margsinnis hlotið sektardóma vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni, en sá ferill hefur ekki áhrif á refsingu hans í þessu máli.

„Til þess ber að líta að afrakstur brota ákærða var harla rýr, en að auki greiddi hann að fullar skaðbætur til tjónþola fljótlega eftir að kæra um athæfi hans barst lögreglu.  Þá virðist að undanförnu hafa orðið viðhorfsbreyting hjá ákærða, en hann er nú í fullri vinnu og sækir reglulega AA-fundi,“ segir í dómi héraðsdóms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert