Strætó að mestu kominn á áætlun

Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru nú að mestu komnar í samt …
Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru nú að mestu komnar í samt horf, en nokkur töf varð í morgun. Morgunblaðið/Árni Torfason

Strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu eru nú að mestu komnir á áætlun, en nokkur seinkun var á ferðum í morgun vegna færðar, þá aðallega í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó má gera ráð fyrir frekari seinkunum vegna færðarinnar. Um 35 mínútna seinkun er á leið 57 sem fór frá Borgarnesi klukkan 9:20.

Strætisvagn keyrði út af og þveraði veg við Holtasel í morgun. Olli vagninn miklum töfum á umferð, bæði annarra strætisvagna og einkabíla.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert