Af 13 ratsjármönnum eru aðeins tveir eftir

Ólafur hefur starfað sem ratsjármaður í 22 ár.
Ólafur hefur starfað sem ratsjármaður í 22 ár. mbl.is/Golli

Ólafur Björn Sveinsson hefur starfað sem ratsjármaður á Bakkafirði í 22 ár. Á þeim tíma hefur ratsjármönnum fækkað ört, en einungis starfa um átta slíkir á þeim fjórum stöðvum sem í notkun eru á landinu.

Hlutverk ratsjáa er að fylgjast með lofthelgi og flugumferð við Ísland og er tækjabúnaður að hluta fjármagnaður með fé frá NATO. Þegar mest lét störfuðu 13 manns með Ólafi en vegna tækniframþróunar hefur starfsfélögunum fækkað jafnt og þétt. Ratsjáin stendur á Gunnólfsvíkurfjalli sem er um 20 kílómetra frá Bakkafirði.

„Þetta er meðal hæstu vinnustaða landsins, þar sem fjallið er 719 metra hátt,“ segir Ólafur sem keyrir upp á fjallið á hverjum degi. Hann segir að hann kunni vel við sig í starfi. „Það kom í ljós að það þurfti kannski ekki að vera með mannskap í þessu allan sólarhringinn og þess vegna hefur fækkað svona í starfinu. Tækninni fleygir fram og nú er hægt að gera svo margt með fjarstýrðum hætti að sunnan,“ segir Ólafur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert