Meðalvigtin minni víðast hvar

Dilkarnir hjá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík eru væn
Dilkarnir hjá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík eru væn mbl.is/Skapti

Sauðfjárslátrun stendur nú sem hæst og er ljóst að fallþungi dilka víðast hvar er minni í ár en í fyrra.

Hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi er búið að slátra um 45.000 fjár af um hundrað þúsund. Samfelld sláturtíð hófst 10. september og stendur til 8. nóvember. Meðalvigtin er í kringum 15,9 kg, það er um 400 grömmum léttara en í fyrra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hjá Sláturhúsi KS á Sauðárkróki er meðalvigtin 16 kg, ívið minni en í fyrra. Hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga er hún  16,2 kg en á sama tíma í fyrra var hún tæp 17 kg. Hjá Norðlenska á Húsavík og Fjallalambi á Kópaskeri er meðalvigtin betri en í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert