Fiðringur fór um gamla verksmiðjukarla

Mjölinu skipað út á Raufarhöfn.
Mjölinu skipað út á Raufarhöfn. Ljósmynd/Erlingur Thoroddssen

Það þykja tíðindi nú orðið á Raufarhöfn þegar stór flutningaskip eins og Feed Stavanger koma inn á höfnina til að sækja afurðir.

Í gærmorgun hófst útskipun á mjöli, sem framleitt er hjá Ísfélagi Vestmanneyja á Þórshöfn og geymt í mjölgeymslum SR mjöls á Raufarhöfn. Það fór smáfiðringur um gamla verksmiðjukarla sem ekki hafa séð mjöl í tæpan áratug.

Á meðan snjóar syðra var sem vor kæmi norður og mjölilmur og gamlar minningar fylltu loftið. Ungir menn nutu veðurblíðunnar við útskipunina og fækkuðu fötum sem sumar væri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert