Vantar geðdeild aldraðra

Geðdeild Landspítalans við Hringbraut.
Geðdeild Landspítalans við Hringbraut. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikil þörf er á öldrunargeðdeild fyrir eldra fólk með geðræna sjúkdóma en öldrunargeðlæknarnir fóru af landi brott í hruninu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, geðheilbrigði aldraðra vera eitt síðasta stóra málið í öldrunarþjónustunni sem enn eigi eftir að ganga frá.

Á árunum fyrir hrun var mótuð stefna á vegum heilbrigðisráðuneytisins um göngu- og legudeild fyrir eldra fólk með geðræna sjúkdóma. Göngudeildin var tekin í gagnið en legudeildin fyrirfórst í hruninu. Þá fluttu þeir tveir öldrunargeðlæknar, sem voru starfandi á Íslandi, af landi brott, að sögn Pálma. Segir hann þörfina fyrir slíka deild síst minni nú en fyrir hrun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert