Vatnsbrunnar við sjö grunnskóla

Rauði krossinn á Íslandi hefur undirritað þriggja ára styrktarsamning við Vífilfell um gerð vatnsbrunna í Malaví.

Samningurinn er í nafni vörumerkisins Topps en fyrir hverja flösku sem keypt er af Toppi gefa neytendur um leið þrjá lítra af hreinu vatni í Malaví, samkvæmt tilkynningu.

Féð, sem Rauði krossinn á Íslandi fær út úr verkefninu, verður notað til þess að bora eftir vatni og koma upp brunnum og vatnsdælum við sjö grunnskóla í Masanje í Mangochi-héraði, þar sem ekkert ferskt drykkjarvatn er að hafa. Allir íbúar svæðisins, um 50.000 talsins, munu njóta góðs af þessum aðgerðum, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert