Kiddi yngist við skúringarnar

Kristinn Kristmundsson, betur þekktur sem Kiddi-vídeófluga, er formlega hættur rekstri vídeóleigu sem hann hefur starfrækt á heimili sínu á Egilsstöðum í um þrjátíu ár. Hann segist hafa neyðst til að hætta rekstrinum vegna ólöglegs niðurhals og hvetur alla sem stunda slíkt til að láta af þeirri iðju.

Starfar við ræstingar 

Síðastliðinn þrjú ár hefur hann starfað við ræstingar í söluskála N1. „Þetta er hin fínasta líkamsrækt sem maður fær borgað fyrir og ég hugsa að ég hafi yngst um 10-20 ár bara við það eitt að vera í skúringunum,“ segir Kiddi laufléttur að vanda. Samhliða skúringunum sinnir hann líkkistusmíði en hann saknar gamla starfsins mikið, enda skapaðist gjarnan góður vinskapur á milli hans og viðskiptavinanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert