Verður að forgangsraða eins og aðrir

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Utanríkisráðherra verður að forgangsraða eins og aðrir. Honum ber að marka skýra stefnu innan ramma ríkisfjármála. Gunnar Bragi Sveinsson hefur einstakt tækifæri til að gera það eftir að utanríkisþjónustan hefur í 15 ár glímt við verkefni sem kostuðu mikið og reyndust henni ofvaxin.“

Þetta segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á vefsíðunni Evrópuvaktin í dag þar sem hann gagnrýnir umfang íslensku utanríkisþjónustunnar. Hann vísar þar til þeirra ummæla Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, að hlegið sé að Íslendingum í Evrópuráðinu vegna þess að þar sé enginn íslenskur sendiherra, undirmönnun sé í utanríkisþjónustunni og auka þurfi fjölda embættismanna í Brussel til þess að gæta hagsmuna Íslands gagnvart Evrópusambandinu.

Björn segir Gunnar Braga þurfa að stuðla að auknu trausti í garð utanríkisþjónustunnar einkum í kjölfar tveggja stórra verkefna á liðnum árum sem ekki hafi orðið til þess að auka það, framboðið til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið, sem hvort tveggja hafi verið mistök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert