Framtíðin á norðurslóðum

Þéttsetinn bekkurinn á Arctic Circle-ráðstefnunni sem nú fer fram í …
Þéttsetinn bekkurinn á Arctic Circle-ráðstefnunni sem nú fer fram í Hörpu. mbl.is/Kristinn

Áhugi ríkja, fyrirtækja og samtaka á norðurslóðum er gífurlegur. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir áhugann endurspeglast á Arctic Circle-ráðstefnunni sem nú fer fram í Hörpu.

„Ráðstefnan hefur gengið betur en björtustu vonir gerðu ráð fyrir. Þegar við vorum að móta hugmyndir um ráðstefnuna töldum við að 300 til 500 manns og fimm til tíu málstofur væri góður árangur. Núna eru þátttakendur hátt í 1.000 talsins frá 40 löndum og málstofur sem einstaka stofnanir, samtök og aðrir aðilar hafa sett upp eru fleiri en stafrófið dugir til að telja upp,“ segir Ólafur og bendir á að ráðstefnan sýni Íslendingum og öðrum þjóðum að ný heimsmynd með norðurslóðir í forgrunni sé orðin að raunveruleika.

„Það hafa orðið þáttaskil varðandi stöðu Íslands í veröldinni. Málefni norðurslóða eru komin í fremstu röð í dagskránni á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Ólafur Ragnar í umfjöllun Morgunblaðsins í dag um ráðstefnuna.

Samhliða ráðstefnunni í Hörpu fór fram málþing í Þjóðmenningarhúsinu með …
Samhliða ráðstefnunni í Hörpu fór fram málþing í Þjóðmenningarhúsinu með þátttöku ríkja af Himalaja- svæðinu. Fjallað var um rannsóknir og samvinnu á norðurslóðum. Ólafur Ragnar Grímsson sat málþingið. mbl.is/Kristinn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert