Viðlegukantur hafnarinnar yrði 5 km

Finnafjörður. Á myndinni er horft til suðurs. Hugmyndir eru um …
Finnafjörður. Á myndinni er horft til suðurs. Hugmyndir eru um að sunnanmegin Finnafjarðar rísi umskipunarhöfn en norðanmegin fjarðarins olíu- og gashöfn. mbl.is/EFLA

Þýska fyrirtækið Bremenports hefur að lokinni frumathugun ákveðið að setja aukið fé í rannsóknir á fýsileika þess að gera umskipunarhöfn í Finnafirði. Eru uppi hugmyndir um að viðlegukanturinn yrði 1.500 metrar í 1. áfanga og 5.000 metrar þegar höfnin yrði fullbyggð.

Fulltrúar fyrirtækisins kynntu heimamönnum í Langanesbyggð áformin í síðustu viku, ásamt fulltrúum Eflu verkfræðistofu og sveitarfélaga á Norðausturlandi. Siggeir Stefánsson, oddviti sveitarstjórnar Langanesbyggðar, segir þýska fyrirtækið munu nota næstu þrjú til fimm ár til að afla gagna.

Fram kom á kynningunni fyrir austan að líklega yrði um 3-5 áfanga að ræða en jafnframt er til skoðunar að byggja 1.200 metra olíuhöfn. Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að umskipunarhöfnin yrði fullbyggð álíka stór og samanlagðar helstu hafnir í Reykjavík og á Akranesi en dýpið hins vegar meira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert