Furðuhluturinn reyndist neyðarblys

Hér sést ljósið á himninum yfir Akureyri.
Hér sést ljósið á himninum yfir Akureyri. Skjáskot af Youtube

Lögreglan á Akureyri staðfesti við mbl.is að hið dularfulla ljós sem náðist á vefmyndavél hinn 29. september síðastliðinn hefði verið neyðarblys - ekki fljúgandi furðuhlutur.

Nokkrir erlendir fjölmiðlar hafa í dag birt myndband sem finna má á YouTube af því sem dagblaðið Mirror kallar t.d. eldhnött á himni. Fleiri fjölmiðlar utan Íslands hafa fjallað um málið í morgun.

Lögreglunni barst ábending um ljósið dularfulla og fór að rannsaka málið. Af gögnum málsins var hægt að staðfesta að um neyðarblys hafi verið að ræða. 

Mbl.is ræddi einnig við Óla Þór Árnason, veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að það komi reglulega fyrir að fólk hafi samband við Veðurstofuna vegna dularfullra ljósglampa á lofti. „Það gerist sérstaklega þegar sólin er lágt á lofti og varpar geislum á fljúgandi flugvélar. Sumar flugvélar endurkasta birtunni með þeim hætti að erfitt er að sjá hvað er þar á ferð. Oftast, ef ekki alltaf á það sér þó eðlilegar skýringar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert